Helgafell gefur Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja endurhæfingardeild.

Helgafell gefur Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja endurhæfingardeild.


Félagar úr Helgafelli mættu á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja í gær, og var tilefnið að afhenta gjöf eða gjafir til Endurhæfingardeild stofnuninnar. Elías J. Friðriksson sjukraþjálfari með meiru fór aðeins yfir tækjabúnaðinn með félögum og ber þar fyrst að nefna  Trissubekk , og tæki sem er notað til að minka verki með rafmagnsbylgjum og er einnig notað til að hjálpa til við að græða sár, síðan ber að nefna Gripstyrksmæli og síðan en ekki síst þrjá vinnustóla en þessar gjafir eru að upphæð 700 þúsund

Það var síðan Einar Friðþjófsson sem afhenti gjafirnar fyrir hönd Helgafells og gjafabréf þess efnis og Gunnar Gunnarsson framkvæmdastjóri stofnunarinnar veitti gjöfunum viðtöku og bar fram innilegar þakkir til klúbbsins og allt það góða sem hann hefur áunnið fyrir stofnunina og samfélagið hér í bæ en öll tæki í enduhæfingardeildinni eru gjöfinn og þar hefur Helgafell verið stór, og þetta væri góð búbót þar sem mikill niðurskurðarferli er í gangi á Heilbrigðisstofnunum landsins. Gunnar sagði jafnframt að það væri mikivægt að hafa góða endurhæfingardeil til að koma fólki af stað út í lífið þar sem sjúkralega á spítulum væri eins stutt og hægt er á þessum tímum og því væri gott að geta leitað til enduhæfingardeildar. Að lokum bað Gunnar fyrir góðar kveðjur til Kiwanisfélaga í Helgafelli.
 
Myndir frá þessum viðburði