Helgafell gefur Starfsbraut

Helgafell gefur Starfsbraut


Í mognun komu félagar úr Helgafelli sama í Framhaldskóla Vestmannaeyja, og var erindið að gefa tölvur, skrifborðstóla o.fl  að upphæð hálfri miljón til Starfsbrautar skólanns. Forseti Helgafells Einar Friðþjófsson hélt smá tölu að þessu tilefni en hann er öllum hnútum kunnugur í skólanum þar sem hann er jafnframt kennari við Framhaldskólann.
 
Einar bað síðan Ólaf Hrein Sigurjónsson skólameistara að koma og veita gjöfinni viðtöku ásamt gjafabréfi þess efnis, og þakkaði Ólafur höfðinglega gjöf fyrir hönd Starfsbrautar skólanns.
 
Fleiri myndir á þessum link