Hjálmadagur Helgafells

Hjálmadagur Helgafells


Í dag fór fram hinn árlegi hjálmadagur hjá Kiwanismönnum þar sem öll börn 1 bekkjar fá gefins hjálm frá Kiwanishreyfingunni og Eimskipum. Fjöldi fólks mætti með börn sín og tóku þátt í þessum hjálmadegi sem var eins og ávalt í samstarfi með Eykyndilskonum og nú í fyrsta skipti
kom vélhjólaklúbburinn Drullusokkar að þessu verkefni með okkur og gáfu börnunum bjöllur á reiðhjóls sín, sannarlegar gott verkefni þar á ferð. Að venju kom Lögreglan að þessu með okkur og var margt gert til skemmtunar, útbúnar voru reiðhjólaþrautir þar sem börninr fengu að spreyta sig í leikni á reiðhjólum sínum og síðan var að sjálfsögðu grillaðar pylstur, gos ofl. og þótti þetta takast vel í ár eins og ávalt og viljum við Helgafellsfélagar þakka öllum þeim sem komu að þessu með okkur.
 
Klikka á slóðina  til að sjá myndir frá hjálmdegi.