Vorfagnaður

Vorfagnaður


S.l laugardagskvöld héldu Sinawikkonur okkur Helgafellsfélögum glæsilegan Vorfagnað þar sem margt var til skemmtunar. Húsið var opnað kl 20.00 og síðan tók Margrét forsæta Sinawik til máls og skipaði Eygló Elíasdóttir veislustjóra kvöldsins, Einar Friðþjófsson forseti okkar kom í pontu og afhenti stelpunum afmælisgjöf frá Helgafelli og fékk að launum koss frá Margréti.
Boðið var upp á glæsilegan matseðil sem Einsi Kaldi sá um að framreiða ásamt sínu fólki og var vel látið af matnum. Skemmtiatriðin  voru heimatilbúin og í myndrænu formi, síðan var endað á fjöldasöng og að honum loknum tók Hljómsveintin Tríkot við ballstjórninni af sinn i alkunnu snilld.
Þetta var frábært kvöld hjá stelpunum en mæting hefði mátt vera betri, því það er ekki gaman þegar búið er að leggja á sig mikla vinnu við framkvæmd svona fagnaðar að fólk mæti svo  ekki til fagnaðarinns.
 
Hér má sjá myndir frá vorfagnaði