Óvissufundur

Óvissufundur


Óvissufundur var haldinn fimmtudaginn 18 mars og mættu um sjötíu félagar, góð mæting eins og ávalt. Forseti Einar Friðþjófsson byrjaði á því að setja fundinn í Kiwanishúsinu og að þessu sinni var borðahaldið í húsinu en ekki grillað annarstaðr. Matseðill kvöldsins var að hætti forseta en hann sá alfarið um að velja matinn og ýtrekuðu stjórnarmenn að þetta væri alfarið ákvörðun forseti.
En karlinn er kennari og því var á boðstólum „skólamatur“  Spaghetti Bolognese með öllu tilheyrandi uppáhalds matur Einars. Eftir borðhald var haldið út í rútu frá Viking tours það sem eigandinn sjálfur Sigmundur Einarsson sat undir stýri og lagt af stað út í óvissuna. Fyrsti áfangastður var Safnahúsið, en þar átti að fræða menn aðeins um sögu Eyjanna, en ekki skal ég dæma um hvort safnið hafi tekið miklum breytingum frá því að ég kom síðast því við komum að skúrnum harðlæstum og eingin til að taka á móti þessum fríða hópi karlmanna. Forseti eyddi dágóðum tíma í símanum á tröppum safnahússins og ræddi við forstöðumann safnsins til að fá skýringu á þessari frábæru móttökuathöfn, og að því loknu var haldið af stað aftur, og höfðu menn á orði „mikið var gaman á Byggðasafninu“. Næsti áfangastaður var Höllinn en þar er forseti á heimavelli enda alvanur að skipuleggja óvissuferðir í Höllina og merkilegt að ferðaskrifstofur landsins hafi ekki boðið í karlinn. Það fór á sama veg forseti hékk á hurðarhúnanum dágóða stund og kom síðan inn í rútu og enn var lagt af stað. Næsti áfangastaður var heildverslun Karls Kristmannssonar og viti menn um leið og rútann rann í hlað opnaðist hurðin og þar beið forstjórinn sjálfur, Kristmann Karlsson eftir okkur og bauð hópinn velkominn í fyrirtæki sitt, og bauð félögum að ganga um fyritækið og skoða sig um, einnig lagði hann nokkurar spurningar fyrir hópinn svona til að kanna hver vitneskjan um K.Kristmanns væri. Boðið var upp á glæsilegar veitingar og greinilegt að þarna eru vanir menn á ferð því gestrisnin og höfðingskapurinn var á hæsta plani. Eftir góða dvöl hjá Krissa þakkaði forseti fyrir okkur og haldið var út í rútu heim á leið.  Við Helgafellsfélagar vilju þakka öllum sem komu að þessum óvissufundi hjá okkur og þá sérstaklega heilverslun Karls Kristmannssonar fyrir höfðinglegar móttökur.
TS.
 
Myndir frá óvissufundi.