Sælkerafundur

Sælkerafundur


Fimmtudaginn 4 mars s.l var haldinn Sælkerafundur hjá okkur Helgafellsfélögum en hann er frábrugðinn öðrum fundum að því leyti að á honum sjá kokkar klúbbsins um að matreiða og bera fram hlaðborð handa félögum og gestum þeirra
en þetta er Almennur fundur. Erindi kvöldsins flutti Kristleifur Guðmunsson fráfarandi forseti og sagði frá ferð sinni á Evrópuþingið í s.l sumar í máli og myndum og einnig sýndi hann nokkur skemmtileg myndbönd.
Birgir Guðjónsson kjörforseti stjórnaði þessum fundi í fjarveru Einars Friðþjófssonar sem staddur var í Englandi. Birgir þakkaði kokkum kvöldsins þeim Tómasi, Grími, Sævari, Kalla og Stefáni fyrir þeirra þátt í þessu kvöldi og Kristleifi fyrir erindið og þótti þessi fundur takast í alla staði vel en þetta er annað árið sem þessi hátturinn er hafður á.
 
Myndir frá fundinum má nálgast hér