Almennur fundur

Almennur fundur


Almennur fundur var hjá okkur Helgafellsfélögum í gærkvöldi þar sem m.a var tilkynntur nýr félagi í aðlögun en sá kappi heitir Ágúst Vilhelm Steinsson, einnig var framkvæmd skoðannakönnun um annann nýjan félaga
 sem sjálfsagt verður tilkynntur á næsta fundi eftir tvær vikur sem er Sælkerafundur.
En aðalgestur kvöldsins var Thelma Gunnarsdóttir sálfræðingur hjá Vestmannaeyjabæ
og flutti hún okkur erindi um kvíðaröskun barna  í máli og myndum. Erindi Thelmu var fróðlegt og höfðu félagar mikinn áhuga á efninu enda viðkemur þetta okkur öllum bæði feðrum og öfum.
 Góður rómur var gerður að erindi Thelmu og í lokin færið forseti henni smá gjöf
sem þakklætisvott frá okkur Helgafellsfélögum.