Þorrablót 2010

Þorrablót 2010



Þorrablót Helgafells var haldið um s.l helgi með látum eins og menn segja, þvílík var
aðsóknin en fullt var á blótið eða um 160.manns. Þorranefndin sá um matseldina og var
þorramaturinn frábær í ár eins og svo oft áður. Gestir voru hvattir til að hafa höfðuðföt
og voru verðlaun veitt fyrir frumlegasta höfuðfatið og voru það hjónakornin Jóhann Baldursson
Guðbjörg sem sigruðu í ár.
Spurningakeppni var á milli borða, gamanmál, fjöldasöngur o.fl gert
til skemmtunar og síðan sá hljómsveitin Dans á Rósum um að leika fyrir dansi fram á nótt,
og var ekki annað að sjá en allir hefður verið hæstánægðir með þetta Þorrablót okkar.
 
Myndir frá Þorrablóti klikka hér