Aðfangadagsheimsókn á Hraunbúðir

Aðfangadagsheimsókn á Hraunbúðir


Að venju fóru Helgafellsfélagar í heimsókn á Dvalarheimilið Hraunbúðir og á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja á aðfangadag. Nokkur fjöldi félaga mætti í Kiwanishúsið að morgni aðfangadags og síðan var haldið á Hraunbúðir þar sem hópurinn söng Heims um ból eins og ávalt, en sú breyting var á
að venjulega leikur félagi okkar Svavar Steingrímsson undir á píanó en í ár var það ung stúlka barnabarn Svavars sem sá um undileikinn af miklum myndarskap framtíðarpíanóleikari þar á ferð. Séra Kristján Björnsson sóknarprestur og félagi okkar las úr Jólaguðspjallinu og að lokum var sveinn einn góður með í ferð og sá um að afhenta heimilisfólki Hraunbúða jólasælgæti frá klúbbnum. Frá Hraunbúðum var haldið á Heilbrigðisstofnum Vestmannaeyja þar sem sjúklingum var afhent sælgæti og þáðu félagar kaffisopa frá starfsfóki  eldhúss stofnunarinnar í þakklætisskyni.
 
 
klikka hér