Pökkun á Jólasælgæti

Pökkun á Jólasælgæti



Í kvöld fór fram pökkun á jólasælgæti hjá okkur Helgafellsfélögum en þetta er eina af okkar aðal fjáröflunum
Fjölmenn mæting var í kvöld og mættu félagar með börn, barnabörn vini og kunningja til pökkunar og að venjui
tók ekki nema um klukkustunda að pakka 1700 öskjum
en eins og venjulega stillum við upp í þrjár línur sem virka eins og verkstæðið hjá Jólasveininum.

Um helgina og næstu vikuna munum við Helgafellsfélagar ganga í hús í bænum og selja Jólasælgætið okkar
og mun askjan kosta 1000 kr í ár og vonumst við eftir góðum undirtektum hjá bæjarbúum eins og ávalt en
stuðningur við þessa fjáröflun okkar hefur ávalt verið stórkostlegur.
 
Fullt af myndum er komið inn á myndasíðu klikka hér