Páll Steingrímsson

Páll Steingrímsson


Föstudaginn 6 nóvember var menningarhátið hér í Eyjum eða nótt safnanna og af því tilefni var opnuð Pálsstofa til heiðurs Páli Steingrímssyni kvikmyndagerðarmann  í safnahúsi Vestmanneyjabærjar að viðstöddu fjölmenni. Í framhaldi af þessari athöfn,
frumsýndi Páll nýjustu mynd sína sem er um Skarfa og búsetu þeirra um víða veröld, og sagði höfundur þetta vera heimsfrumsýningu og kom það í hlut okkar Helgafellsfélaga að hafa þetta í húsinu okkar við Strandveg sem býður upp á góða aðstöðu fyrir slíkan viðburð. Fjöldi fólks lagði leið sína í Kiwanishúsið á þessa frumsýningu og þótti myndin í alla staði frábær og vel gerð, en þulur í myndinni er annar Eyjamaður Páll Magnússon útvarpsstjóri.
 
Páll Steingrimsson ásamt aðstoðarmönnum sínum
 
Páll ásamt bræðrum sýnum við opnun Pálsstofu
Fv. Svavar, Páll, Gísli og Bragi