Stjórnarskipti og Árshátið.

Stjórnarskipti og Árshátið.


Stjórnarskipti fóru fram í klúbbnum s.l laugardagskvöld við hátíðlega athöfn í Kiwanishúsinu. Húsið var opnað kl 19.00 og var boðið upp á fordrykk þegar gesti mættu í hús. Eftir að Forseti hafði sett fundinn og skipað Gísla Valtýsson veislustjóra var komið að borðhaldi og var matseðill ekki af lakari endanum,

 
en boðið var upp á Bleikju í forrétt, nautalundir
í aðalrétt og græneplaþrennu í eftirrétt. Að loknu borðhaldi hófst dagskrá með inntöku nýrra félaga en að þessu sinni
voru teknir þrír nýjir inn í klúbbinn, en sá fjórði sem hugðist ganga í Helgafell var fjarverandi til sjós og verður hann
tekinn inn við fyrsta tækifæri. En þeir sem komu inn núna voru Guðmundur Gíslason, Jóhann Ingvi Ingvason og Þorvaldur Pálmi Guðmundsson
við Helgafellsfélagar bjóðum þessa félaga velkomna til starfa og væntum mikils af þeim í framtíðinni, um inntökuna sáu
Sigurður Bjarnason svæðisstjóri Sögusvæðis og Gísli Valtýsson kjörsvæðisstjóri. Næst var komið að viðurkenningum fyrir góða
mætingu og voru fimm félagar með 100% mætingu, þeir Kristleifur Guðmundsson, Einar Friðþjófsson, Lúðvík Jóhannesson. Sigurjón H. Adólfsson
og Sigurður Friðriksson og sá erlendur ritari Ólafur Óskarsson um þennann lið. Í næsta lið komu tveir ungir herramenn og
leiku á saxafón fyrir gesti við góðar undirtektir en þeir eru nemendur við Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Kristleifur Guðmundsson
tók næst til máls undir liðun ávarp fráfarandi forseta, og að því lokunu var gengið til stjórnaskipta undir dyggri stjórn
Sigurðar Bjarnasonar, en nýja stjórn Helgafells skipa: Forseti Einar Friðþjófsson, Kjörforseti Birgir Guðjónsson,
Fráfarandi forseti Kristleifur Guðmundsson, Ritari Guðmundur Jóhannsson, Féhirðir Birgir Sveinsson, Gjaldkeri Páll Pálmason
Erlendur ritari: Ólafur Friðriksson. Ný stjórn var boðin velkomin til starfa með miklu lófataki og óskum við þeim velfarnaðar
í starfi á komandi starfsári. Næst var komið að ávarpi nýkjörinns forseta Einars Friðþjófssonar sem þakkaði traustið og
fór aðeins yfir sínar áherslur fyrir komandi starfsár. Margrét Kjartansdóttir forsæta Sinawik kom næst í pontu og kom hún
færandi hendi með afmælisgjöf frá Sinawikkonum og hlaut koss frá forseta að launum.
Á aðgöngumiða voru númer sem giltu sem happadrætti og næst var komið að því að draga úr þessum númerum og sá Gísli Valtýsson
og Sigríður Sveinsdóttir eiginkona Sigurðar Svæðisstjóra um þennann lið og hinir hepnu voru Ása Ingibergsdóttir
Ólöf Jóhannsdóttir og Magnús Benónýsson. Næstu steig á stokk Jarl Sigurgeirsson og stjórnað fjöldasöng við góðar undirtektir
veislugesta, og síðan kom rúsínan í pylsuendanum hinir landsþekktu skemmtikraftar Stefán og Davíð ásamt Helga undirleikara
sínum, og tóku salinn með trompi með söng og gríni þar sem veislugestir voru m.a látnir taka þátt í. Að venju í fundarlok
var Kúbbsöngu Helgafells sungin, og leiddi Guðmundur Þ B Ólafson söngin eins og svo oft áður.
Hljómsveit kvöldsins voru Feðgarnir frá Hveragerði sem gerðu góða lukku léku undir borðhaldi og sáu síðan um dansleikin fram
á nótt.


Þess má geta að það er mikið af myndur frá árshátíðinni undir myndasafni.