Sinawik 40 ára

Sinawik 40 ára



Í gær varð Sinawikklúbbur Vestmannaeyja 40 ára og af því tilefni var blásið til fagnaðar hjá konunum sem hófst kl.18.00 með óvissuferð þar sem farið var í heimsókn
til Gríms Kokks. þaðan í Svölukot og að lokum far farið í Nýsköpunarstofu. Að þessari ferð lokinni var farið í Kiwanishúsið það sem makar voru mættir
til kvöldverðar sem Einsi Kaldi vesluþjónusta sá um og var gerður góður rómur af dinnernum. Glös voru á borðum sem grafið var í að hætti afmælisins og var
þetta gjöf frá Helgafelli. Margt var gert til skemmtunar m.a var farið yfir sögu klúbbsins og stofnfélagar heiðraðir kjörforseti Helgafells ávarpaði
samkomuna og að lokum stigu Sæþór Vídó og félagar á svið og léku fyrir dansi fram á nótt, þar sem Grímur Kokkur sló taktinn. Veislustjórn var í höndum
Valgerðar Guðjónsdóttur og fórst henni starfið vel úr hendi eins og við var að búast.
Þetta kvöld var hið gæsilegasta og enn og aftur takk fyrir okkur Helgafellsfélaga.