Evrópustjórnarmenn í heimsókn.

Evrópustjórnarmenn í heimsókn.


Þriðjudaginn 8 september komu í heimsókn til okkar Helgafellsfélaga Stefan Huber fráfarandi Evrópuforseti og Peter Wullenweber International Trustee ásamt eiginkonum. Tekið var á móti þeim snemma morguns á flugvellinum og haldið strax af stað í skoðunarferð.

Byrjað var að fara með gestina upp á Stórhöfða og síðan á útsýnispallinn, þaðan var haldið vestur á eyju og m.a sýndum við þeim golfvöllinn, Herjólfsdalinn, Kaplagjótu o.fl. Síðan var haldið á Náttúrugripasafnið það sem Kristján félagi Egilsson tók á móti okkur og sýndi okkur heima safnsins. Síðan var haldið upp á hraun að minnisvarðanum um fyrsta húsið okkar og í framhaldi í Kiwanishúsið sem okkar ágætu gestir voru hugfangnir af. Hádegisverður var snæddur á Café María og að honum loknum fór séra Kristján félagi Björnsson með okkur í stafkirkjuna og fræddi gestina um allt sem henni viðkemur. Síðan var haldið í Pompei og þaðan var haldið á jeppa forseta í túr um nyjahraunið, Gaujulund, útsýnispalla og endað upp á Eldfelli. Peter var bekkjafélagi Georgs heitinns Kristjánssonar í fræðslu þegar þeir voru að taka við sem Umdæmisstjórar og þótti okkur því tilvalið að enda heimsóknina hjá Hörpu þar sem hún þekkir fólkið og þar voru fagnaðarfundir. Peter sagði mér að Goggi hefði alltaf verið að tala um eyjuna sína og sagði að ef hann kæmi til Íslands yrði hann að koma til Eyja, og það var eitt það fyrsta sem Peter bað um þegar Íslandsferðin var ákveðin vegna umdæmisþingsins að fá að fara til Eyja.
Þessir erlendu gestir okkar báðu okkur fyrir bestu kveðjur til allra félaga í Helgafelli með þakklæti fyrir gestrisnina.

TS.

Myndir frá heimsókninni eru undir myndasafni.