Vorfagnaður Sinawik.

Vorfagnaður Sinawik.


Vorfagnaður Sinawiksystra var haldinn með pompi og prakt á laugardagskvöldið s.l að viðstöddum Sinawikkonum, Kiwanismönnum og gestum og ber það hæst að nefna félaga úr Drangey í Skagafirði sem lögðu á sig mikið ferðalag til að heimsækja okkur hingað til Eyja.

Fagnaðurinn hófst kl 20.00 þar sem Katrín Freysdóttir formaður skemmtinefnda flutti stutt ávarp og afhenti síðan veislutstjórn til Jórunar og Ágústs sem stjórnuðu dagskrá kvöldsins af miklum myndarskap. Matseðill kvöldsins var frá Stefáni veitingamanni á Café María og síðan leik Ingó Idolstjarna fyrir dansi fram á nótt. Skemmtiatriði kvöldins voru í formi söngs og á myndrænu efni og síðan komu Drangeyjarmenn með Leó forseta í broddi fylkingar færandi hendi og afhentu Unni Sigmarsdóttur forsætu Sinawik veglega blómakörfu. Við viljum sérstaklega þakka Drangeyjarmönnum og mökum þeirra fyrir ánægjulegar samverustundir á þessari helgi.

 

Myndir frá vorfagnaðnum eru inni á myndasafninu