Drangeyjarmenn í heimsókn

Drangeyjarmenn í heimsókn


Í gærkvöldi fengum við Helgafellsfélagar góða gesti í heimsókn til okkar en það voru félagar úr Drangey í Skagafirði sem komu með seinni ferð Herjólfs og ætla að stoppa hér í Eyjum fram á sunnudag.

Tekið var á móti hópnum á bryggjunni og þegar búið var að koma farangri á gistiheimilið var smá móttaka niður í Kiwanishúsinu þar sem gestum var boðið upp á léttar veitingar og þeim sýnt húsið. Þrír félagar úr hljómsveitinni Tríkot mættu á svæðið og tóku nokkur lög við góðar undirtektir og síðna var haldið í bæinn að skoða næturlífði undir dyggri leiðsögn Kristleifs forseta og í leiðinni hitað upp fyrir vorfagnað Sinawik sem er í kvöld.

Myndir eru undi myndasafni.