Sælkerafundur

Sælkerafundur


Í gærkvöldi var haldinn Sælkerafundur hjá okkur Helgafellsfélögum en þarna var tekin upp sú nýbreyttni að brjóta aðeins upp formið og fá
kokka klúbbsins til að sjá um eldamenskuna. Boðið var upp á sælkerahlaðborð með bæði kjöt og fiskréttum. Á þessum fundi var fjöldi gesta g tvö erindi,

það fyrra flutti Ásmundur Friðriksson verkefnisstjóri hjá Reykjanesbæ og fór Ási yfir það sem verið er að gera þar á bæ um
þessar mundir og það sem framundan er, og var látið vel að erindi Ása og að því loknu færði Kristleifur forseti Ásmundi smá þakklætisvott
frá klúbbfélögum. Til okkar var mættur Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður í annað sinn til frumsýningar á myndefni. Núna var Páll með
tvær myndir í farteskinu sem hann sýndi við mikla hrifningu gest en á meðan á sýningu stóð voru örugglega um hundarð manns í húsinu. Að
sýningu lokinni færði forseti Páli líka smá þakklætisvott frá klúbbnum.  Meðal gesta voru hjónin Anna Svala og Gaui á Látrum en á síðasta
fundi sem var óvissufundur fengum við inni hjá þeim hjónum í listagallerýi sem þau hjónin hafa nýlega opnað við Strandvegi. Anna Svala kom
upp og færið Kristleifur forseti henni smá gjöf líka sem þakklætisvott.
Þessi fundur þótti takast með miklum ágætum og vonandi verður þetta árviss viðburður hjá okkur svona Sælkerafundur.

Fleiri myndir undir myndasafni.



Kristleifur og Ásmundur Friðriksson


Kristleifur og Páll Steingrímsson



Kristleifur og Anna Svala