Óvissufundur

Óvissufundur


Í gærkvöldi var haldinn Óvissufundur hjá okkur Helgafellsfélögum. Vel var mætt í Kiwanishúsið og var haldið þaðan í smá rútuferð, sem endaði í Listagallerýinu Svölukoti, en þar beið okkar Stefán Ólafsson kokkur með grill og allt tilheyrandi.

Það er greinilegt að þau hjónin Gaui og Anna Svala hafa ekki setið auðum höndum við að breyta þessu iðnaðarhúsnæði í listagallerý. Þarna snæddu menn í rólegheitunum og skoðuðu sig um, og síðan var haldið í Gothaab í Nöf en þar beið okkar einn af eigendum fyrirtækisins Einar Bjarnason og fræddi okkur um starfsemi þessa öfluga fiskvinnslufyritækis, og fengu menn að smakka á harðfiski sem framleiddur er á staðnum. Að lokinni vel heppnaðri heimsókn var haldið niður í Kiwanishús þar sem menn sátu og spjölluðu fram eftir kvöldi.

Klúbburinn vill þakka öllum innilega sem komu að þessum óvissufundi með okkur.