Almennur fundur

Almennur fundur


Í kvöld var haldinn almennur fundur hjá okkur þar sem aðal gestur kvöldsins var Ólafur Snorrason Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar.
Að loknu matarhléi og venjulegum fundarstörfum kynnti forseti Ólaf til leiks og flutti hann okkur erindi í tveimur liðum. Fyrst fór hann yfir skipuritið um starf sitt og síðan fór Ólafur yfir helstu framkvæmdir hjá bænum um þessar mundir og er ekki annað að sjá en það sé mikil gróska í framkvæmdum á vegum bæjarinns. Fundarmenn létu vel af erindi Ólafs og svaraði kappinn nokkurum fyrir spurnum, og að lokum gaf forseti Ólafi smá þakklætisvott frá Helgafellsfélögum og einnig  fékk hann umsóknareyðublað um aðild að klúbbnum frá vini sínum Kristleifi forseta og að sjálfsögðu tækjum við opnum örmum á móti Ólafi ef hann myndi sækjast eftir aðild að klúbbnum.