ÞORRABLÓT

ÞORRABLÓT


Eitt af fjölmennari þorrablótum Helgafells var haldið s.l laugardagskvöld og voru mættir um
170 félagar og gestir, og m.a heimsóttu okkur gestir frá Kiwanisklúbbnum Mosfelli í Mosfellsbæ
og þökkum við þeim sérstaklega fyrir ánægjulega semverustundir og heimsóknina til Eyja.

Á blótinu var margt gert sér til gamans en herlegheitin hófustu á borðhaldi og þar var að
sjálfsögðu snæddur hin hefðbundni og rammíslenski þorramatur með öllu tilheyrandi, en það
var þorrablótsnefndin sjálf sem sá um matseldina og tókst þeim félögum vel til eins og við
var búist af þessum köppum en þarna er valinn maður í hverju rúmi. Spurningarkeppni var á milli
borða og þar urðu þrjú borð jöfna að stigum og var þá dregið um sigurvegara og kom það í hlut
gestana frá Mosfelli. Einnig var tónlistaratriði í boði en það á ættir sínar að rekja til
Einars Friðþjófs og Kötu, en þarna voru kominn saman Hjalti, Jórunn, 'Agúst og Njáll og fluttu
þau nokkur lög við frábærar undirtektir gesta. Spurningarkeppni í anda Útsvars var háð milli
karla og kvenna og þar báru STRÁKARNIR sigur úr bítum, fjöldasöngur fór fram og honum stjórnuðu
Sæþór Vídó og Jarl Sigurgeirs. Undir lok dagskrárs kom atriði sem engin í salnum átti von á
en í heimsókn til okkar komu ABBA í öllu sínu veldi og tóku þáu smá syrpu fyrir okkur og ætlaði
allt um koll að keyra.
Veislustjóri kvöldsins var Stefán Þór Lúðvíksson, en þar er mikill skemmtikraftur á ferð, og síðan
en ekki síst lék hljómsveitin Tríkot undir dansi langt fram á nótt.
Blótið var í alla staði vel heppnað og nefndinni og Helgafelli til mikils sóma og þökkum við
öllum þeim sem komu að þessari frábæru skemmtun.

Það eru kominn inn tvö albúm á myndasíðu frá blótinu.

TS: