Fyrsti fundur ársins.

Fyrsti fundur ársins.


Fyrsti fundur ársins var haldinn fimmtudaginn 8 janúar í Kiwanishúsinu. Á þessum fundi flutti Valur Bogason sérfræðingur hjá Hafró okkur erindi um sýkinguna sem herjar á síldarstofnin um þessar mundir.

Þetta var fróðlegt og gott erindi hjá honum og svaraði Valur síðan spurningum frá fundarmönnum, og að lokum afhenti Kristleifur forseti honum smá þakklætisvott frá okkur Helgafellsfélögum fyrir gott erindi. Einnig voru meðmælendum veitt viðurkenning fyrir að koma með nýja félaga í hreyfinguna, en það hefur ekki skort hjá Helgafelli í gegnum árin, og aðeins fimmtán teknir inn á síðustu stjórnarskiptum.



Þessir meðmælendur fengu bronsviðurkenningar en síðan voru
veittar silfur og gullviðurkenningar líka.