Jólafundur

Jólafundur


Sameiginlegur jólafundur Sinawik og
Kiwanisklúbbsins Helgafells var síðasta laugardagskvöld. Um 120 gestir voru saman þess kvöldstund í góðu yfirlæti. Eftir að forseta hafði ávarpað gesti í upphafi fundar og óskað afmælisbörnum fundarins til hamingju með áfangann, flutti séra Guðmundur Örn  okkur jólahugvekju og Gísli Valtýsson las upp jólasögu.

Þá voru nokkur tónlistaratriði, sem nemendur í  Tónlistarskóla Vestmannaeyja fluttu við  góðar undirektir. Um nokkurra ára skeið hefur sá háttur verið á matseldinni að konur úr Sinawik hafa séð um hana og alltaf verið þessi dýrindismatur. Að þessu sinni var breytt út af þeim vana og sá stjórn Helgafells, með Kristleif forseta Guðmundsson í broddi fylkingar, um eldamennskuna, og sem fékk góð meðmæli gesta. Og eins svo margt hjá Helgafelli, þá eru mál i frekar föstum skorðum og svo var um margrómað bingó að fundi loknum. Þar sló Friðfinnur ekki feilnótu frekar en fyrri daginn í stjórn bingósins.

Það eru fleiri myndir frá jólafundi undir Myndasafni.