Stjórnarskipti

Stjórnarskipti


Síðastliðið laugardagskvöld fóru fram stjórnarskipti í Helgafelli þar sem ný stjórn undir forystu Kristleifs Guðmundssonar tók við stjórnartaumunum. Sú nýbreytni var á stjórnarskiptum að Stefán B Jónsson Svæðisstjóri Sögusvæði kemur úr Kiwanisklúbbn um Ós og tók hann sína menn með sér og skipti líka um stjórn hjá Ósmönnum.

Kvöldið hófst með móttöku hjá Gílsa fráfarandi forseta og Hönnu konu hanns og berum við þeim bestu kveðjur fyrir góðar móttökur. Kiwanishúsið var opnað kl 19.00 með fordrykk og eftir að fundur var settur hófst borðhald þar sem Stefán Ólafsson veitingamaður á Café María sá um þriggja rétta máltið sem góður rómur var gerður að. Sú skemmtilega stund var þetta kvöldið að við tókum inn 13 nýja félaga í klúbbinn en tveir voru fjarverandi og verða teknir inn við fyrsta tækifæri, já ekki ónýtt það að fá 15 nýja menn inn á einu bretti. Veittar voru viðurkenningar að venju fyrir mætingu og þeir bræður Hermann Ingi og Helgi fluttu okkur tónlist af bestu gerð. Að loknum stjórnaskiptum, fjöldasöng og ávörpum var síðan stiginn dans fram eftir nóttu við undirleik hljómsveitarinnar Tríkot.

Myndir eru komnar inn í myndasafnið til skoðunar.