Helgafell gefur til Hraunbúða

Helgafell gefur til Hraunbúða


Fyrsti fundur vetararins var síðasta fimmtudag. Þá afhentum við tölvustýrt æfingahjól til Hraunbúða, dvalarheimilis aldraðra. Hjólið er ætlað bæði þeim sem geta hjólað af sjálfdáðum og  eins hinum sem eiga erfitt með það.

Einnig afhentum við Hraunbúðum, svokallaðar rápmottur, en það eru mottur sem settar eru í herbergi þeirra íbúa heimilisins, sem er með alsheimer og eru oft á rápi um nætur, án þess að starfsfólk verði þess vart. Motturnar eru tengdar inn í vakthbergi starfsfólk, og gefur merki þegar stigið er á þær. Forstöðukona Hraunbúða,  Lea Oddsdóttir og Sigurleif Guðfinnsdóttir, iðjuþjálfi mættu á fundinn og veittu þessum tækjum viðtöku.

Þá festum við nýlega kaup á hjartastuðtæki, sem staðsett verður í félagsheimili okkar.  Við fengum Hjört Kristjánsson, h jartalækni á fundinn. Þar fór hann yfir einkenni hjartaáfalls, fór yfir  fyrstu viðbrögð þeirra sem að koma, og kenndi okkur notkun á hjartastuðtækinu.

Við kynntum  á fundinum tvær nýjar umsóknir í klúbbinn, og eru nú nýir félagar orðnir 14 talsins og  verða væntanlega teknir inn á árshátíðinni okkar 4. okt. nk.

Friðrik Ragnarsson sýnir notkun hjólsins