Jólafundur

Jólafundur


Jólafundurinn var að venju,  haldinn sameiginlega með Sinawikkonum, laugardaginn 8. desember. Mæting var mjög góð eða 110 manns. Sinawik sá um matinn sem var algjört lostæti. Fór Þuríður Kristín fyrir matarnefndinni.

Á fundinum var Viktor Helgasyni, einum  af stofnendum Helgafells  veitt Kiwanisstjarnan,  æðsta heiðursmerki hreyfingarinnar.
Viktor er einn af fimm stofnfélögum Helgafells, sem enn er starfandi í klúbbnum. Hinum fjórum var veitt Kiwanisstjarnan á 40 ára afmælishátíðinni í  haust, en Viktor var þá fjarstaddur.
Sr. Kristján Björnsson, flutti fundinum hugvekju í anda jólaundirbúnings, nemendur Tónlistarskólans undir stjórn Jarls Sigurgeirssonar léku jólalög og Gísli Magnússon flutti nokkur minningabrot frá æskuárum sínum. Og sem fyrr var svo spilað bingó með tilheyrandi léttleika og spaugi.

GV.