Til hamingju félagar í Kiwanisklúbbnum Ós.

Til hamingju félagar í Kiwanisklúbbnum Ós.


Kiwanisfélagar í Ós á Hornafirði,  héldu sinn stjórnarskiptafund á Hótel Kirkjubæjarklaustri um síðustu  helgi. Birgir Sveinsson svæðisstjóri og Gylfi Ingvarsson umdæmisstjóri sáu um innsetningu nýrrar stjórnar en hana skipa, Grétar Vilbergsson forseti, Gestur Halldórsson, kjörforseti, Haukur Sveinbjörnsson, fráfarandi forseti, Ludwig H.
Gunnarsson, ritari og Miralem Haseta gjaldkeri.

Einnig minntust Ós félagar þess með bravör, að liðin eru 20 ár frá stofnun klúbbsins. Margir stigu í pontu og fluttu þeim árnaðaróskir og færðu gjafir í tilefni afmælisins m.a.  umdæmisstjóri, forsetar Eldborgar, Helgafells, Búrfells og Ölvers, en Baldur prestur Kristjánsson frá Ölveri var  veislustjóri þetta kvöld. Fjöldi gesta heimsótti Ósarfélaga á afmælið m.a. komu 25 kiwanisfélagar og makar frá Eldborgu í Hafnarfirði.
Að hefðbundinni dagskrá lokinni var stiginn dans fram eftir nóttu og þar er óhætt að segja að Hilmar Björnsson frá Selfossi hafi stolið senunni, án þess að gert sé lítið úr öðrum dönsurum kvöldsins.
Í tilefni afmælisins, opnaði klúbburinn heimasíðu sem vistuð er  undir kiwanis.is. Slóðin er: http://kiwanis.martolvan.is/