Sala Jólasælgætis !

Sala Jólasælgætis !


Ágætu Eyjamenn !

Í dag föstudaginn 26 nóvember mun Kiwanisklúbburinn Helgafell fara af stað með sína árlegu fjáröflun sem er sala Jólasælgætis sem flest allir Eyjabúar þekkja, og verðum við að selja fram að næstu helgi með því að ganga í hús, og einnig er hægt að nálgast Jólasælgætið í Olís og í Tvistinum. Við höfum ávalt fengið yndislegar móttökur hjá fólkinu sem 

býr í þessu frábæra samfélagi þar sem Vestmannaeyjar svo sannarlega eru. Askjan er á sama verði og undanfarinn ár eða 2000- krónur og rennur allur ágóði í styrktarsjóð, til góðra verka í okkar frábæra samfélagi. Við munum passa uppá sóttvarnir og bera grímur til að fylgja öllum reglum eins og okkur ber skylda til.

Með ósk um góðar móttökur og fyrirfram þakklæti !

F.h Kiwanisklúbbsins Helgafells
Tómas Sveinsson forseti.

Mest lesið