Heimir Hallgrímsson hjá Helgafelli !

Heimir Hallgrímsson hjá Helgafelli !


Á almennum fundi fimmtudaginn 28 október fengum við góðann gest í heimsókn til okkar, en Heimir Hallgrímsson f.v landsliðsþjálfari með meiru var mættur til okkar. Eftir venjuleg fundarstörf kynnti Tómas forseti Heimi til leiks og var hann með erindi sem hann kallaði 3 ár í Katar, en eins og flestir vita lagði Heimir land undir fót til Katar til að taka að sér þjálfun félagsliðsins Al Arabi eftir að hann lauk störfum hjá KSÍ. Heimir var fagmannlegur eins og ávalt og erindið sett upp á smekklegan og myndrænan hátt og var margt í hanns frásögn sem kom fundarmönnum verulega á óvart, enda ólíkur kúltúr hjá

okkur Íslendingu og síðan hjá múslimum. Heimir fór vítt og breytt yfir efnið ekki bara fótboltalega séð heldur mannréttindi,enda mikið af erlendu vinnuafli í landinu vegna HM í fótbolta sem verður í Katar, aðstöðu, stjórnskipun, og voru menn miklu fróðari að erindi hanns loknu. 
Forseti færði síðan Heimi smá þakklætisvott frá Helgafellsfélögum og var Heimi vel þakkað með góðu lófataki.