Vill klúbburinn þinn láta gott af sér leiða?

Vill klúbburinn þinn láta gott af sér leiða?


 


Þann 21. febrúar sl. var fyrsta hjálparverkefni Barnahjálparsjóðs Evrópu (KCF-E) „Skór fyrir börn í Rúmeníu“ hrint úr vör. Markmiðið er að fyrir 21. september 2021 safnist a.m.k. €90.000 meðal evrópskra Kiwanisfélaga/ Klúbba/Umdæma til kaupa á a.m.k. 3000 vönduðum vetrarskópörum sem gefin verða fátækum rúmenskum fjölskyldum með börn á skólaaldri. Samkvæmt nýlegum gögnum frá tölfræðistofu ESB (Eurostat) eiga tæplega helmingur (49.2 %) barna í Rúmeníu á hættu að búa við fátækt eða

 félagslega útilokun. Þetta er hæsta hlutfallið meðal aðildarríkja ESB. Örugglega hefur svo Covidfarald-urinn haft neikvæð áhrif á þessa tölur? Skórnir eru framleiddir í stærstu skóverksmiðju Rúmeníu. Parið kostar €30. Miðað við hlutfallslegan félagafjölda okkar Evrópu væri ásættanlegt að hver klúbbur í umdæminu sæi sér fært að leggja upphæð sem samsvaraði kaupum á 3 pörum eða um 15þúskr, en hverjum klúbbi er auðvita í sjálfsvald sett hvert framlagið  yrði! Almennir félagar geta og lagt málinu lið í eigin nafni. Þegar þetta er skrifað hefur verið safnað fyrir um 1500 skópörum, svo betur má ef duga skar. Veittar verða ýmsar viðurkenningar fyrir þátttöku í verkefninu, Klúbbar sem gefa andvirði 10 para eða meira fá pjötlu í fána og allir félagarnir fá þakkarbréf. Ef gefin eru meira en 50 pör í umdæmi fær það viðurkenningu. Nokkrir klúbbar hafa þegar sýnt verkefninu áhuga og lofað þátttöku. Einn klúbbur hefur t.d. lofað 1 pari á félaga. 

Til að tryggja gott utanumhald og spara erlend millifærslugjöld klúbba hefur verið opnaður verkefnisreikningur hjá Íslandsbanka: 0525-26-000972 / 680303-2820. Uppá utanumhald þarf að muna að eyrnamerkja framlögin klúbbi eða einstaklingi í skýringu með greiðslu.   
Sé þess óskað þá veitir undirritaður að góðfúslega frekari upplýsingar um verkefnið, tilhögun greiðslna, fræðslu um sjóðinn og verkefni hans til lengri eða skemmri tíma og tryggja þannig betra upplýsingaflæði til félaga um hvaðeina sem snerti sjóðinn.


Með Kiwaniskveðju Óskar Guðjónsson, tengiliður við Barnahjálparsjóð Kiwanis í Evrópu oskar@kiwanis.is S: 6960035