Almennur fundur 17 febrúar 2022

Almennur fundur 17 febrúar 2022


Almennur fundur var haldinn hjá okkur Helgafellsfélögum fimmtudaginn 17 febrúar og var aðalgestur fundarins útvarps og tónlistarmaðurinn góðkunni Magnúr R. Einarsson. Fundurinn hófst á venjulegum fundarstörfum og kosningu á tveimur nýjum félögum í klúbbinn og að því loknu var tekið matarhlé. Að loknu matarhléi kynnti Tómas forseti aðalgestinn til leiks en Magnús  fæddist í Reykjavík en ólst upp á Seyðisfirði og bjó þar þangað til að hann fór til skóla í Reykjavík eftir landspróf. Hann stundaði nám í tónlist og var tónlistarkennari á Seyðisfirði í tvo vetur. Seinna fór hann í 

 

 

 

frekara tónlistarnám til Englands og Ítalíu. Eftir tónlistarnámið lagðist hann í ferðalög um Asíu og Eyjaálfu í hartnær tvö ár. Eftir heimkomuna 1984 gerðist hann dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu á Rás 1. Hann hefur jafnframt ætíð starfað sem tónlistarmaður og leikið með ýmsum hljómsveitum og söngvurum. 
Magnús sagði okku frá fyrstu árum sínum hjá Útvarpinu, gömlu gufunni þar sem hann kynntist og vann með þjóðfrægum þulum og dagskrárgerðarmönnum eins og Pétri Péturssyni, Ragnheiði Ástu, Jóni Múla, Jóhannesi Arasyni, Jónasi Jónassyni. Erindi Magnúsar var frábært vel upp sett í máli og myndum og höfðu félagar mikið gaman af, og einnig spurðu þeir Magnús spurningar sem kappinn svaraði um hæl.
Að lokum færði forseti Magnúsi smá þakklætisvott frá klúbbfélögum og fékk hann gott lófaklapp frá ánægðum Helgafellsfélögum.