Stjórnarskipti og Árshátíð Helgafells !

Stjórnarskipti og Árshátíð Helgafells !


Stjórnarskipti og árshátíð fóru fram hjá Kiwanisklúbbnum Helgafell lagardaginn 2 október í Kiwanishúsinu í Eyjum. Húsið var opnað kl 19:00 með fordrykk og fundur settur 19:30 af Haraldi Bergvinssyni forseta sem hóf dagskránna á hefðbundnum fundarstörfum og að þeim loknum var tekið matarhlé, en boðið var uppá glæsilega þriggja rétta máltíð frá Einsa Kalda.
En forréttur var Nauta carpaccio Ricotta,

basilika ,parmesan-kex, svartur hvítlaukur, pekanhnetur Í aðalrétt Lambaprime og lambalundir Fondant kartöflur, gulrætur, steinseljurót, aspas, edamame rósapiparsósa og í eftirrétt eftirrétt var Súkkulaði“brownies“ Jarðaberjaís, súkkulaðimús, jarðaberjasalsa, súkkulaði-crumble. Á meðan verið var að græja forréttinn var sú ánægjulega stund framkvæmd að taka inn nýja félaga en það voru þeir Kristgeir Orri Grétarsson og Daníel Geir Moritz og bjóðum við þá velkomna í Kiwanishreyfinguna. Erlendur Örn Fjeldsted sá um inntökuna með aðstoð Umdæmisstjóra Péturs Jökuls Hákonarssonar , og að loknu ávari fráfarandi forseta framkvæmdu þeir félagar stjórnarskipti klúbbsins, en nýja stjórn Helgafells skipa: Forseti Tómas Sveinsson, fráfarandi forseti Haraldur Bergvinsson, ritari Jóhann Ólafur Guðmundsson, féhirðir Hafsteinn Gunnarsson, gjaldkeri Ólafur Friðriksson og erlendur ritari Ríkharður Z Stefánsson. Að loknum stjórnarskiptum flutti Tómas nýkjörinn forseti stutt ávar og kallaði síðan til leiks trúbatorinn  Hlyn Snæ Theódórsson til að hita upp með einu lagi áður en farið væri í fjöldasöng á klúbbsöng Helgafells.

Að þessu loknu sleit Tómas fundi og Hlynur Snær tók við og hélt uppi fjöri að tímasetningu Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.

Myndir má nálgast HÉR