Almennur fundur hjá Helgafelli !

Almennur fundur hjá Helgafelli !


Fimmtudaginn 23 september var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum og er það mjög ánægjulegt að geta verið farnir að starfa aftur en klúbburinn hefur átt erfitt uppdráttar vegna Covid og þeirra fjöldatakmarkanna sem hafa verið í gangi og er það sérstaklega erfitt fyrir svona fjölmenna klúbba. Mæting á þennann fund var frábær og greinilegt að menn orðnir spenntir að hittast á fundi í Helgafelli. Forseti setti fund og fór yfir afmælisdaga og venjuleg fundarstörf og síðan var gert matarhlé, en að því loknu kynnti forseti til 

leiks ræðumenn kvöldsins en það voru þeir Erlingur Richardsson og Grímur Hergeirsson þjálfarar ÍBV í meistaraflokki karla í handbolta. Fóru þeir félagar yfir komandi keppnistímabil, áherslur, leikmenn o.s.frv og að loknu erindi svöruðu þeir félagar fjölda spurninga frá fundarmönnum sem voru mjög áhugasamir um málefnið.
Að lokum afhenti forseti þeim smá þakklætisvott frá klúbbnum og var þeim gefið gott lófatak fyrir komuna og frábært erindi.
Forseti tilkynnti síðan að næsti fundur væri stjórnarskipti og árshátíð laugardaginn 2 október og að því loknu var fundi slitið.

TS.

 

 

 

Mest lesið