Umdæmisþing Kiwanis í Færeyjum 2021 !

Umdæmisþing Kiwanis í Færeyjum 2021 !


Kæru Kiwanis félagar. Hér eru nokkur atriði varðandi ferðina til Færeyja í september. 
Flug 
Atlantic Airways er með áætlunarflug milli Keflavíkur og Vágar (Þórshafnar). Félagið bætti nýlega inn flugi miðvikudaginn 8. september en annars er haustáætlunin einungis á mánudögum og föstudögum. 
Við eigum frátekin sæti miðvikudaginn 8.9, en líka nokkur á mánudeginum 6.9 og föstudeginum 10.9. Og svo til baka á mánudeginum 13.9. 
Á mánudag og miðvikudag er brottför frá Keflavík kl. 11:40 og lending á Vágar flugvelli 14:05/10. Föstudag er brottför 09:00 frá Keflavík og lending á Vágar 11:25. Brottför áætlunar frá Vágar á

mánudag (13.9) er 10:25. 
Verð (samtals báðar leiðir) er 53.950 pr mann (m.v. gengi 16.3 og með fyrirvara um mögulegar breytingar fram að staðfestingu). Þetta er hópabókun og við erum þannig með góðan sveigjanleika fyrir loka/fullnaðargreiðslur, og mögulegar nafnabreytingar þegar líður á sumarið. Þar sem við vitum ekki mögulegan fjölda áhugasamra er eðlilega fyrirvari vegna þessa, en vonandi sjáum við sem flesta. 
Bókanir/fyrirspurnir sendist á gunnar@travelnorth.is Dagsetningar og nafnalisti (eða amk fjöldi ef nafnalisti er ekki til). 
Frá flugvellinum til Þórshafnar er hægt að taka áætlunarbíl (rútu) sem tekur 50-60 mínútur. En við erum með í huga að vera með sérrútu þessa leið ef áhugi reynist og nægilegur fjöldi. Allt fyrir stemminguna! 
Það er líka hægt að bóka/taka taxa og fá bílaleigubíla á flugvellinum, svo valmöguleikar séu nefndir, og getum við verið fólki innan handar með þetta ef áhugi og vill. 
Ferja 
Við eigum frátekin rými í Norrænu í tengslum við þingið og hægt að bæta við ef þörf reynist. 
 
Sigling með Norrænu: 
-  Brottför frá Seyðisfirði mið 08.09 kl: 20:00 

-  Brottför frá Tórshavn mán 13.09 kl: 14:00 
Verð:
2 ferðast saman 

Koma til Tórshavn fim 09.09 kl: 15:00 Koma til Seyðisfjarðar þri 14.09 kl: 09:00 
-  2 fullorðnir 

-  1 bíll (allt að 1,9m að hæð og allt að 5m að lengd) 

-  Gisting í 2 rúma sérklefa án glugga
Heildarverð (fyrir tvo) er 81.620 ISK
Gisting í 2 rúma sérklefa með glugga þá er heildarverð 94.600 ISK 

 
Einstaklingar 
-  1 fullorðinn 

-  1 bíll (allt að 1,9m að hæð og allt að 5m að lengd) 

-  Gisting í einstaklingsklefa án glugga 
Heildarverð er 56.980 ISK
Gisting í einstaklingsklefa með glugga þá er heildarverð 69.960 ISK 
Bókanir/fyrirspurnir vegna sendist á gunnar@travelnorth.is Við verðum svo í bandi með hvaða upplýsinga verður þörf. 
Kiwanis þingið 
Umdæmisþingið verður haldið í Dansifrøði, sem er við íþróttasvæðið í Þórshöfn. 
Gisting 
Fyrir nokkrum vikum var tryggður ríflegur fjöldi af herbergjum í Þórshöfn fyrir þessa helgi/viku. Til að vera viss erum við með nokkra staði í boði (á þessu stigi). Við verðum hér að hafa fyrirvara um að geta uppfyllt óskir allra um gististað. Auk þessa eru aðrir valkostir mögulegir, en vakin er athygli á því að mikil eftirspurn er eftir gistingu þessa daga því fleira um að vera í Þórshöfn. 
Verðin eru í íslenskum krónum, reiknað miðað við gengi 16. mars og með fyrirvara um mögulegar breytingar þar til bókun verður staðfest. Verðin hér fyrir neðan eru fyrir eina nótt með morgunmat. Við vitum af einhverjum sem stefna á að vera 3 nætur, aðrir 5 nætur og sumir 7 nætur. Það er um að gera að nota þetta tækifæri og njóta sem best alls þess sem Færeyjar hafa upp á að bjóða! Þegar við vitum betur óskir og tímaplön (frá klúbbum) getum við sett þetta upp sem pakka til að hafa heildarverð. Athugið að verðin geta verið frá þessum, þ.e.a.s. ef mögulega eru séróskir um herbergi. 
Hotel Brandan – handan götunnar frá þingstað. Nýtt 124 herbergja hótel. 2ja manna 23.600, 1s manns 21.300 
Hotel Hilton Garden – ca 600 metra frá. Nýtt 130 herbergja hótel. 2ja manna 26.500, 1s manns 21.300 
Hotel Hafnia – ca 1,2km frá, 3 mín í taxa, strætó á 6 mín fresti (tekur 8 mín). Í hjarta eldri hluta bæjarins. 2ja manna 21.500, 1s manns 12.000 
Hotel Streym – ca 1,6 km frá; 4-5 mín í taxa, strætó á 15 mín fresti (tekur 9 mín). Rétt við höfnina og miðbæinn. 2ja manna 24.600, 1s manns 21.300 
Hotel Föroyar – ca 2,5km frá; 5 mín í taxa, strætó á 15 mín fresti (tekur 25 mín). Upp á hæð með góður útsýni. 2ja manna 24.700, 1s manns 20.900 
*Með fyrirvara um réttar/breyttar upplýsingar. Með strætó er átt við almenningssamgöngur.
**Verð í íslenskum krónum, reiknað með gengi 16.3 og fyrirvara um mögulegar breytingar þar til bókun er staðfest. 

  
 
Bókanir fyrir gistingar berist til gunnar@travelnorth.is þar sem fram kemur fjöldi herbergja, (tveggja manna/einstaklings), hvaða dagsetningar og hvaða klúbbur, og hvaða ósk um dvalarstað. Og ef einhverjar séróskir. Það er ágætt að fá nafnalista ef hann liggur fyrir. En það er líka hægt að senda nafnalista og/eða gera breytingar síðar. Og rétt að taka hér fram að við erum með sérstakan sveigjanleika í skilmálum (varðandi breytingar) þetta árið umfram það sem hefðbundið hefur verið. 
Skoðunarferðir, afþreying og annað 
Það er margt hægt að skoða og gera í Færeyjum. Við skipuleggjum skoðunarferðir auk þess að setja upp yfirlit um hvað er í boði á þessum tíma sem mögulega gæti vakið áhuga einhverra. Á þessu stigi erum við mest að horfa á fimmtudag (9.9) og sunnudag (12.9) en raunar verður eitthvað í boði alla daga. Skemmtilegt og áhugavert!! Meira um það í næsta bréfi/pósti. 
 
Greiðslur vegna bókana sem fara í gegnum okkur. 
Bankaupplýsingar: 0567-26-4207
Kt 420704-2240 Skýring: Færeyjar 2021 
Einnig verður hægt að velja að greiða í gegnum korta/greiðslugátt.
Í framhaldi af bókun/innsendum upplýsingum munum við senda upplýsingar um greiðslufyrirkomulag, tímasetningar og slíkt. 
 

Mest lesið