Helgafell gefur endurskinsmerki !

Helgafell gefur endurskinsmerki !


Það hefur verið mikið í umræðunni frá því að skammdegið hófst að börn og jú fullorðnir væru illa sjánalegnir í myrkri og hafa orðið slys vegna þessa sem er miður, og því tók Kiwanisklúbburinn Helgafell til sinna ráða og lét framleiða endurskinsmerki merktum Helgafelli til afhendingar í Grunnskóla Vestmannaeyja. Nú í morgun miðvikudaginn 15 janúar var komið að afhendingu og mættur félaga í skólana og

afhentu nemendum og kennurum 600 endurskinsmerki, en þau eru af þeirri gerð að hægt er að smella þeim um úlnlið eða ökla og sitja þau vel þannig að það er engin hægðarleikur að týna þem. Þetta er að sjálfsögðu gert í anda Kiwanis sem hefur það að meginmarkmiði að “hjálpa börnum heimsins”

TS.