Jólafundur Helgafells og Sinawik !

Jólafundur Helgafells og Sinawik !


Okkar frébæri jólafundur var haldinn laugardaginn 7 desember og var vel vandað til að venju. Húsið opnaði kl 19.00 og fóru gestir strax að týnast inn en tæplega áttatíu manns mættu á fundinn. Forseti setti síðan fundinn og fór yfir afmælisdaga félaga og bauð uppa smá Jólagrín í myndrænu formi og bað því matarnefnd að bera matinn fram, en það er hefð hjá okkur að Sinawikkonur sjá um að framreiða dýrindis Jólahlaðborð af stakri snilld og var enginn svikinn af matnum hjá þessum elskum frekar en áður, takk fyrir frábærann mat ! Að loknu borðhaldi hófst dagskrá með því að Séra Víðir Stefánsson fór með jólahugvekju, og ung snót Silja að nafni söng nokkur lög við

undirleyt Kitty Kovács, stórglæsileg söngkona þar á ferð. Forseti flutti okkur síðan Jólasögu á léttu nótunum og sleit síðan fundi.

Það er venja hjá okkur að þegar Jólafundinum er slitið þá er spilað Bingó og var engin breyting þar á og skein gleðin úr hverju andliti á Bingóinu sem var undir dyggri stjórn Haraldar Bergvinssonar og Kristjáns Georgssonar. Glæsilegir vinningar voru í boði og þðkkum við fyrir það.

 

TS.

 

MYNDIR MÁ NÁLGAST HÉR

Mest lesið