Árshátíð Helgafells !

Árshátíð Helgafells !


Árshátíð Helgafells var haldin með pompi og prakt í gærkvöldi laugardaginn 5 október. Forseti Kristján Georgsson setti fund eða hélt fundi áfram þar sem stjórnarskiptin fóru frá á föstudagskvöldinu og að þeim loknum var fundi frestað, Kiristján bauð félaga og gesti valkomna á þessa árshátíð og kynnti til leiks Lalla töframann sem veislustjóra og skemmikraft kvöldsins og er óhætt að segja að engin hafi verið svikinn af hanns störfum því drengurinn var frábær í alla staði og kórónaði kvöldið með því að taka upp gítarinn og stjórna fjöldasöng, og var salurinn vel með á nótunum. Stjórnir 2018-2019 og 2019-2020 voru kallaðar upp og kynntar fyrir samkomunni og þeim gefið gott lófatak frá samkomugestum. Kristján Egilsson einn af okkar stofnfélögum varð áttræður á dögunum og var hann kallaður upp ásam konu sinni og var Krisján gerður að heiðursfélaga í Helgafelli, en Kristján hefur ávalt verið mjög virkur í starfi Kiwanishreyfingarinnar og ekki síst í klúbbnum okkar. Einn nýr félagi var tekinn inn og var það Valur Smári Heimisson og sá 

Tómas Sveinsson Umdæmisstjóri um að taka hann inn í kúbbinn að viðstöddum meðmælendum og óskum við Val Smára velfarnaðar í Helgafelli og bjóðum hann innilega velkominn í hópinn.
Nýkjörinn forseti Sigvarð Anton Sigurðsson ávarpaði fundinn og sagði frá sínum markmiðum á komandi starfsária og var Sigvarð hylltur af fundamönnum sem risu úr sætum honum til heiðurs og óskum við Sigvarð og hannst stjórn velfarnaðar í starfi. Það var Einsi Kaldi sem sá um matseldina, og var frábær þriggja rétta matseðill á boðstólum og var vel látið af kræsingum sem bornar voru á borð, og síðan var það hljómsveitin Dallas sem sá um að halda uppi stuði fram á nótt, og var vel tekið á því.

TS.

MYNDIR HÉR