Stjórnarskipti í Helgafelli !

Stjórnarskipti í Helgafelli !


Stjórnarskipti fóru fram í Helgafelli föstudaginn 4 október, og hófst dagskráin kl 19.30. Forsetti setti stjórnarskiptafundinn formlega á tíma og bað síðan Umdæmisstjóra Tómas Sveinsson um að taka við stjórninni og sjá um stjórnarskiptin í fjarveru Svæðisstjóra Ólafs Friðrissonar sem var á leiðinni á Höfn til að sjá um stjórnaskipti í Ós. Tómas fékk Egill Egilsson til að aðstoða við stjórnarskiptin, að venju var stjórn síðasta starfsárs kölluð upp og þökkuð góð störf og sæmd merki fráfarandi stjórnarmanna. Ný stjórn var síðan sett í 

embætti en hana skipa:  Sigvarð Anton Sigurðsson forseti, Haraldur Bergvinsson  kjörforseti, Sigurjón Örn Lárusson féhirðir, Jón Örvar van der Linden ritari, Sigurður Þór Sveinsson gjaldkeri, Kristján Egilsson erlendur ritari og Kristján Georgsson fráfarandi forseti.

Við viljum bjóða nýja stjórn velkomna til starfa og við væntum mikils af þessum köppum á komandi starfsári.

TS.

Ný stjórn Helgafells ásamt Umdæmisstjóra