Almennur fundur 11 apríl

Almennur fundur 11 apríl


Almennur fundur var hjá okkur Helgafellsfélögum 11 apríl og þar fengum við góða gesti í heimsókn. Að venju var farið yfir afmælisdaga félaga og undir þeim lið var Lúðvík Jóhannessyni afhent fánastöngin góða frá klúbbnum að tilefni 50 ára afmælis kappans en Lúðvík náði þessum merka áfanga í byrjun árs. Að loknu matarhléi þar sem boðið var uppá kjúkling og tilheyrandi var komið að aðalgestum kvöldsins en þetta voru þeir Pedro Hipolito þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu ásamt aðstoðarþjálfara sínum Ian Jeffs. Þeir félagar fóru yfir komandi 

keppnistímabil í Pepsídeildinni , undirbúning, leikmanna mál og allt sem viðkemur þjálfarastarfinu. Þeir félagar svöruðu jafnóðum og í lokin fyrirspurnum frá Helgafellsfélögum sem voru þó nokkurar. Að loknu erindi þakkað forseti klúbbsins Kristján Georgsson þeim fyrir gott erindi og færði þeim gjafir sem þakklætisvott frá okkur Helgafellsfélögum.