Óvissufundur Helgafells

Óvissufundur Helgafells


Í gærkvöldi föstudaginn 1 mars var okkar árlegi Óvissufundur, og það sem felst í því er að menn mæta í Kiwanishúsið á venjulegum fundartíma og snæða Lasagna að hætti Einars Fidda og tekin venjuleg fundarstörf og að loknu borðhaldi er haldið út í Óvissuna í boði stjórnar sem hefur umsjón með þessum fundi.

Nú það var gengið í austur og haldið að gömlu Fiskiðjunni þar sem Páll Marvin og Bragi Magnússon tóku á móti okkur og sýndu okkur húsnæðið hátt og lágt og tóku okkur í smá kynningu í fundarsal um þetta mikla verkefni sem er í

gangi þarna, og síðan var lagta af stað í tveimur hópum. Þegar þessari yfirreið var lokið var haldið á efstu hæð hússins sem er íbúðarhæðin og þar tók á móti okkur Stefán Lúðvíksson og sýndi okkur þessar glæsilegur íbúðir sem þarna eru og má sjá þetta allt á myndbandi hér að neðan.

Að þessu loknu var haldið aftur í Kiwanishúsið og fundi slitið og áttu menn síðan góðar stundir í Kiwanishúsinu fram eftir kvöldi í góðu spjalli og einnig var að sjálfsögðu gripið í snóker.

Við vilju koma á framfæri þakklæti til þeirra sem lögðu okkur lið til að gera þetta kvöld eins fábært og það var.

 

Hér má sjá MYNDBAND