Almennur fundur 31 janúar

Almennur fundur 31 janúar


Í gærkvöldi 31 janúar, var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum það sem aðalgestu kvöldsins var Bragi Magnússon en Bragi vinnur hjá Mannvit sem kemur að verkefni Merlin um framkvæmdir við nýtt fiskasafn sem staðsett er í gömlu Fiskiðjuhúsinu sem búið er að endurbyggja og síðan en ekki síst komu hinna nýju Vestmannaeyjinga , Mjaldrana sem á að flytja hingað til Eyja frá Kína og koma fyrir í Klettsvík.
Bragi fór yfir þetta stóra verkefni á glærum og skýrði ýtarlega frá þessu verkefni ásamt því að svara mörgum spurningum frá 

fundarmönnum. Margt kom á óvart í þessu erindi og þá sérstakelga hvað verkefnið er stórt og kostnaðarsamt en það er Merlin sem borgar brúsann og kostnaður Vestmannaeyjabæjar er ekki mikill.
Braga var þakkað frábært erindi og færði Forseti Kristján Georgsson honum þakklætisvott frá klúbbnum í lokin.