Jólafundur Helgafells og Sinawik !

Jólafundur Helgafells og Sinawik !


Laugardaginn 8 desember var haldinn sameiginlegur jólafundur Helgafells og Sinawik. Húsið var opnað kl 19.00 og var fundur
settur rúmlega 19.30 af Jóhanni Guðmundssyni ritara en hann stjórnaði fundi í forföllum forseta. Byrjað var á venjulegum fundastörfum
og að því loknu var tekið matarhlé, en í boði var stórglæsilegt jólahlaðborð sem stelpurnar í Sinawik sáu um að matreiða og bera á 
borð, og var engin svikinn af þessum kræsingum frekar en ávalt þegar þessar elskur taka að sér matarumsjón. Eftir að búið var að gæða sér 
á frábærum mat kom  Sr.Viðar Stefánsson prestur í Landakirkju í pontu og flutti okkur jólahugvekju við hátíðlegar undirtektir. Jónatan Guðni
fráfarandi forseti fór með jólasögu, og um tónlistar atriði kvöldsins sá ung  Eyjamær  Eva Sigurðardóttir og lék hún fyrir okkur nokkur vel valin

jólalög á þverflautu við góðar undirtektir, þarna er greinilega efnileg tónlistarkona á ferð og lék af mikilli fagmennsku. 
Að venju í lok fundar risu gestir úr sætum og sungu saman Heims um Ból og að því loknu var fundi slitið.
Þegar búið er að slíta jólafundi okkar er það venja að spila Bingó fram eftir kvöldi og varð þar engin breyting á, Haraldur Bergvinsson og 
Hannes Eiríksson sáu um að stjórna Bingóinu af alkunni snilld og var húmorinn í hávegum hafður eins og venjulega. Frábæri vinningar voru
í boði og að lokum vilju við þakka öllum sem komu að þessum frábæra fundi okkar sem tókst vel í alla staði þótt mæting hefði mátt vera betri.

TS.

MYNDIR HÉR