Pökkun Jólasælgætis !

Pökkun Jólasælgætis !


Það var mikið líf í húsinu okkar við Strandveginn í gærkvöldi fimmtudaginn 29 nóvember, en þar voru mættir fálagar ásamt miklum fjölda barna til að pakka Jólasælgæti í öskjur. Þetta er ein okkar aðalfjáröflun og á næstu dögum munu félagar í Helgafelli ganga í öll hús hér í Eyjum og selja þessar öskjur á tvö þúsund krónur. Bæjarbúar taka ávalt frábærlega vel á móti okkur og eru ávalt tilbúnir að styrkja gótt málefni, en ágóði sölunar fer síðan út í bæjarfélagið aftur í formi styrkja við góð málefni.  Menn mæta í þessa pökkun með börn, barnabörn, vinarbörn og alla þá sem vetlingi geta valdið og minnir þetta á

verkstæði Jólasveinsins, en slíkur er hamagangurinn að þessi pökkun tekur ekki nema rúma klukkustund.
Við Helgafellsfélagar viljum þakka öllum þeim sem komu að þessu með okkur, með einum eða örðum hætti og sendum hlýjar kveðjur til bæjarbúa.

MYNDIR HÉR

MYNDBAND HÉR