Ívar Atlason með erindi.

Ívar Atlason með erindi.



Í gærkvöldi fimmtudaginn 1 nóvember var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum, og var aðagestur kvöldsins Ívar Atlason. Forseti setti fund á tíma og eftir venjuleg fundarstörf var gert matarhlé þar sem snæddur var dýrindis matur frá EInsa Kalda. Að loknu matarhléi bauð Kristjá forseti Ívar velkominn til okkar og kynnti kappann til leiks, en erindi Ívars var um Gísla J. Johnsen þann merka mann sem byrjaði ungur að bjóða Dönum byrginn í verslun og útgerð í Vestmannaeyjum. Gísli var mikil frumkvöðull og ávalt fyrstur að 

taka upp nýjungar sem í boði voru  í fiskvinnslu útgerð og öllu því sem hann tók sér fyrir hendur.
Þetta var frábært erindi hjá Ívari og skemmtilegar gamlar myndir fylgdu með glærusýningu hanns. Kristján kallaði ívar upp og færði honum smá þakklætisvott fyrir frá okkur Helgafellsfélögum.