Árshátíð Helgafells 2018

Árshátíð Helgafells 2018


Stjórnarskipti og Árshátíð Helgafells fóru fram 5 og 6 október s.l. Eins og fram kemu hér á síðunni fóru stórnarskipti fram föstudaginn 5 okt og Árshátíðin deginum eftir á laugardagskvöldinu. Húsið var opnað kl 19.00 og fengu félagar og gestir sér fordrykk að eigin vali og síðan hélt forseti áfram fundi sem hann frestaði deginum áður, en þetta var 888.fundur í klúbbnum. Forseti hóf venjuleg fundarstörf og bauð síðan veislustjóra um að taka við stjórnartaumunum en það var Daníel Geir Moritz sem sá um að halda uppi stemmingunni og fórst honum það vel úr hendi. Boðið var 

uppá glæsilegan þriggja rétta matseðil að hætti Einsa Kalda og hanns starfsfólki og var gerður góður rómur af matnum. Við vorum þeirrar ánægju njótandi að taka inn einn nýjan félag sem er Sigurjón Örn Lárusson, en meðmælendur með honum voru Hafsteinn Gunnarsson og Kristján Georgsson, það var síðan Tómas Sveinsson kjörumdæmisstjóri sem sá um inntöku Sigurjóns, og bjóðum við nýjan félaga velkominn til starfa fyrir Kiwanishreyfinguna. Einar Fidda kom upp og heiðraði minningu Kim Larsens með söng og klappað var fyrir stjórn klúbbsins, og dagskrá enduð að venju með því að syngja klúbbsönginn okkar.
Eftir að nýr forseti Helgafells Kristján Georsson hafði slitið fundi var tekið til við dansinn, en hljómsveitin Dallas sá um að halda uppi stuðinu fram eftir nóttu.

 

MYNDIR MÁ NÁLGAST HÉR