Stjórnarskipti í Helgafelli

Stjórnarskipti í Helgafelli


Í gærkvöldi föstudaginn 5 október fórur fram stjórnaskipti í klúbbnum í Kiwanishúsinu við Strandveg. Við erum farnir að taka þetta upp að gera þetta degi fyrir Árshátíð til að tefja ekki dagskrá kvöldsins, en að sama skapi þá fjölmenna félagar ekki á þennann viðburð. Tómas Sveinsson kjörumdæmisstjóri sá um innsetninguna í fjarveru svæðisstjóra Sögusvæðis. Forseti setti fundinn kl 20.00 og bauð félaga velkoman og bað síðan kjörumdæmisstjóra að taka við.

Fráfarandi srjórn var tekin upp og þökkuð góð störf í

þágu klúbbsins og hreyfingarinnar, og að því loknu voru nýju embættismennirnir fengn upp og settir inn í embætti nýrrar stjórnar.

 

Nýja stjórn skipa:

 

Forseti Kristján Georgsson

Kjörforseti Sigvarð Sigurðarson

Fráfarandi forseti Jónatan Guðni Jónsson

Ritari Jóhann Ólafur Guðmundsson

Féhirðir Haraldur Bergvinsson

Gjaldkeri Hannes Kristinn Eiríksson

Erlendur ritari Einar Friðþjófsson

 

Við Helgafellsfélagar og Kiwanishreyfingin bjóðum nýja stjórn velkomna til starfa og óskum henni velfarnaðar á komandi starfsári.

 

TS:

 

Ný stjórn Helgafells 2018 - 2019 á myndina vantar Harald Bergvinsson og Sigvarð Sigurðarson

 

Fráfarandi stjórn 2017-2018 á myndina vantar Berg Guðnasons.