Minning Bergvin Oddsson

Minning Bergvin Oddsson


Í dag laugardaginn 6 október var Beddi á Glófaxa jarðsunginn frá Landakirkju, en andlát Bedda var mikið áfall fyrir okkur félaga í Kiwanisklúbbnum Helgafelli, eins og fyrir okkar góða samfélag hér í Vestmannaeyjum. Beddi var farsæll útgerðarmaður og mikill höfðingi í alla staði og lét einnig aðra njóta velgengi sinnar, bæði einstaklinga, Kiwanis, og síðan en ekki síst ÍBV íþróttafélag þar sem Beddi var sterkur bakjarl. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að

vera með skipsrúm hjá Bedda á árum áður bæði á netavertíð og síldarvertíð, en á síldinni var verið mikið að veiðum fyrir austan, og landlegum því eitt á Neskaupstað, en þar var Beddi líka á heimavelli, og áttum við oft á tíðum skemmtilegar stundir þar.
Einnig minnist ég þess að þegar eithvað var að gerast í Kiwanis þá heyrðist fljótlega í karli  svona uppúr hádeg i “Inn með rúlluna”  og þá var brunað í land til að karlinn kæmist á ball með Dúllu sinni í Kiwanis.
Beddi var söngmaður góður og tók oft lagið á Kiwaisskemmtunum ásamt því að vera driffjöður í kór eldriborgara nú í seinni tíð.
Það er stórt skarð höggvið í Kiwanisklúbbin Helgafell og okkar samfélag hér í Eyjum við fráfall Bedda, og við Dúllu og fjölskyldu sendum við okkar dýpstu og innilegustu samúðarkveðjur.
Minningin um góðann félaga og vin lifir.

Fh. Kiwanisklúbbsins Helgafells
Tómas Sveinsson