Fyrsti fundur eftir sumarleyfi !

Fyrsti fundur eftir sumarleyfi !


Þá er starfið hafið hjá okkur Helgafellsfélögum eftir gott sumarleyfi þar sem veðrið hefur veið svona og svona. Þessi fyrsti fundur okkar var almennur og því nokkurir gestir eins og gengur á almennum fundum. Forseti setti fund og bauð félaga velkomna til starfa aftur og að loknum venjulegum fundarstörfum og kynningu á nýrri umsókn í klúbbinn var komið að matarhléi.

Að matarhléi loknu var

komið að aðalgesti fundarins, en þar var kynntur til leiks Erlingu Richardsson þjálfari meistaraflokks karla í handknattleik. Erlingur hefur þjálfað bæði í Þýskalandi og Austurríki og var hanns erindi aðalega um fjölskylduna, hvernig þetta þjálfarastarf erlendis hafi haft áhrif á fjölskylduna, eins og skólagöngu íþrótta þáttökur og m.fl. Þetta var mjög fróðlegt og skemmtilegt erindi hjá Erlingi og létu félagar vel af því sem kappinn hafði að segja og komu menn með fjölda spurninga sem Erilngur svaraði af röggsemi.

Að loknu erindi færði Jónatan Guðni forseti Helgafells Erlingi smá þakklætisvott frá Klúbbnum, og þökkum við Erlingi kærlega fyrir gott erindi og óskum honum góðs gengið í því sem hann tekur sér fyrir hendur bæði sem þjálfari ÍBV og Hollenska landsliðsins.

 

Erlingur Richardsson

 

Jónatan forseti afhendir Erlingi bókagjöf og fána klúbbsins