Sælkerafundur Helgafells

Sælkerafundur Helgafells


Föstudaginn 27 apríl s.l var okkar árlegi Sælkerafundur en hann var óvenu seint í ár þar sem það þurfti að fresta honum, og í þetta skiptið var þetta síðasti fundur fyrir starfsárið. Við erum svo heppnir í Helgafelli að hafa yfir að ráðu nokkurum félögum sem eru kokkar, ásamt því að hafa mikið af áhugasömum félögum sem leggja hönd á plóg bæði við undir búning og frágang, að öðrum kosti væri þetta ekki hægt. Fundur var settur kl 19.30 og bauð Jónatan forseti félaga og gesti velkomna á fundinn og fór að venju yfir afmælisdaga félaga, að því loknu gaf hann Tómasi Sveinssyni orðið sem kynnti matseðil kvöldsins sem samanstóð af 10 fiskréttum ásamt meðlæti. Að lokinni kynningu hófst borðhaldið og létu menn vel af þvi sem borið var fram fyrir þá 

og tóku vel til matar síns. Að loknu borðhaldi var komið að Hauki Svavarssyni framhaldsskólakennara en hann flutti okkur erindi um hetjur Íslandssögunar. Að loknu erindi Hauks færði Jónatan forseti honum bókagjöf frá klúbbnum,
Við félagarnir í nefndinni viljum þakka öllum þeim sem komu að þessu með okkur og félögum og gestum fyrir mætinguna. Nú tekur við sumarfrí hjá okkur Helgafellsmönnum og hittumst við næst á fundir í byrjun september.

TS.

MYNDBAND HÉR