Óvissufundur Helgafells

Óvissufundur Helgafells


Í gærkvöldi föstudaginn 23 mars var hinn árlegi Óvissufundur hjá okkur sem er alfarið í umsjón stjórnar. Fundurinn hófst kl 19.30 á venjulegum fundarstörfum og síðan var tekið matarhlé og var borið fram lasagna með öllu tilheyrandi í mannskapinn. Að loknu matarhléi var haldið út í óvissuna og að þessu sinni fótgangandi. Haldið var á Brothers Brewery og þar fengu félagar skoðunartúr um bruggverksmiðjuna og að sjálfsögðu smá smakk og var leiðsögnin í höndum Óskars Jóshúa, en einn af eigendum Brothers Brewery er félagi okkar Jóhann Ólafur Guðmundsson en hann var staddur á KEX bjórhátíð í Reykjavík. Að þessari heimsókn lokinni var haldið áfram og gengið vestur Vesturveginn og haldið í Vosbúð þar sem mótorhjólaklúbbur er til húsa og þar tóku á móti okkur Andrés Sigurðsson  félagi okkar og Gunnar Darri Adólfsson af miklum höfðingskap og sýndu okkur mótorfáka sme þarna eru til sýnis og til geymslu. Andrés fór síðan með

skemmtilegt erindi um sögu mótorhjóla í Vestmannaeyjum í máli og myndum, og létu menn vel af erindi Andrésar og heimsókninni til þeirra félaga. Síðan var haldið niður í Kiwanishús þar sem menn áttu góðar stundir saman í léttu spjalli og spila snóker.
Við viljum að lokum þakka öllum sem komu að þessum frábæra Óvissufundi.

 

MYNDIR MÁ NÁLGAST HÉR