Saltfisk- og jólabjórsmakkfundur.

Saltfisk- og jólabjórsmakkfundur.


Þriðji fundur starfsársins var föstudagskvöldið 17. nóvember hjá okkur Helgafellsfélögum.  Hér var um að ræða Saltfisk – og jólabjórsmakkfund sem tekinn var upp fyrir nokkurum árum við góðann orðstý og er þetta almennur fundur og gestir leyfði. Aðalgestur fundarins var Kristín Jóhannsdóttir forstöðumaður Eldheyma hér í Eyjum , og las upp úr bók sinni, Ekki gleyma mér, sem segir frá dvöl og upplifun höfundar í A-Þýskalandi á tímum DDR.  Að þessu loknu hófs blind bjórsmökkun, sem Jóhann Guðmundsson, Hannes Eiríksson og Kristján Georgsson sáu um en

þetta eru landsfrægir bjóráhugamenn og tveir þeirra reka og eru eigendur Brothers Brewery sem er örbrugghús hér í Eyjum.
Þetta var frábær fundur og viljum við þakka Kristínu fyrir erindi sitt sem var frábært og bruggurunum fyrir þeirra framlag til þessa frábæra fundar okkar.